„Þetta eru vissulega vonbrigði, þar sem ég stefndi á þriðja sætið,“ segir Gísli Ó. Valdimarsson, bæjarfulltrúi, sem lenti í áttunda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í gær.
Ekki er þó öll nótt úti enn, bendir Gísli á, enda ætlar kjörstjórn að gefa sér tíma fram á mánudagskvöld til að birta endanlegan lista. Mjótt var á milli efstu frambjóðenda.
Samfylkingin í Hafnarfirði er í dag með sjö fulltrúa í bæjarstjórn. Meðal sjö efstu manna á listanum eins og hann lítur út í dag eru þrjú ný nöfn. Það eru þau Gunnar Axel Axelsson, Sigríður Björk Jónsdóttir og Eyjólfur Þór Sæmundsson sem hefur verið varabæjarfulltrúi.
„Þetta eru glæsilegir frambjóðendur,“segir Gísli. „Listinn er glæsilegur, þótt þetta hafi ekki verið glæsileg útkoma fyrir mg persónulega.“