Bryndís Haraldsdóttir gefur kost á sér í 2. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ sem fram fer 6. febrúar næstkomandi.
Hún hefur verið varabæjarfulltrúi frá árinu 2002 á þeim tíma hefur hún gegnt formennsku í atvinnu og ferðamálanefnd og skipulags- og bygginganefnd, samkvæmt fréttatilkynningu.
Bryndís var varaþingmaður á árunum 2003-2009 og tók tvisvar sæti á þingi.
Bryndís hefur, samkvæmt fréttatilkynningu, setið í fjölda nefnda og ráða meðal annars í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík, framkvæmdastjórn íslenskra sérskólanema og situr nú í stjórn Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra.
Bryndís er viðskiptafræðingur gift Örnólfi Örnólfssyni rafvirkjameistara og eiga þau þrjú börn. Bryndís og Örnólfur reka saman rafverktakafyrirtækið Góðir menn og í sumar stofnaði Bryndís útgáfu fyrirtækið Góður dagur.