Góð uppskrift að kosningasigri í vor

Sóley Tómasdóttir.
Sóley Tómasdóttir.

„Mér lýst auðvitað afar vel á það sem komið er. Það er ljóst að þetta er tvísýnt og þetta verður spennandi kvöld. Ég er viss um að við munum standa okkur vel í kosningabaráttunni hvort heldur sem ég eða Þorleifur leiðum listann en ég að sjálfsögðu sóttist eftir forustusætinu og mun standa undir því," sagði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi, sem var í 1. sæti í forvali VG í Reykjavík þegar fyrstu tölur voru birtar. Þorleifur Gunnlaugsson er í 2. sæti.

Hún sagði að sér sýndist framboðslistinn vera mjög góður og fjölbreyttur miðað við fyrstu tölur og þar væru karlar og konur, nýtt fólk og fólk með reynslu. „Ég held að þetta sé góð uppskrift að kosningasigri í vor," sagði Sóley.  

Hún sagði að greinilegt væri að byr blési í segl Vinstri grænna og það sæist meðal annars af kjörsókninni í forvalinu. Þá mældist flokkurinn vel í skoðanakönnunum og því væri fólk bjartsýnt.

Sóley sagði að kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar yrði án efa spennandi. „Við munum setja undir okkur hausinn. Það er gríðarlega mikilvægt að hér verði vinstri meirihluti eftir kosningar. Þjóðin hefur gert upp við frjálshyggju undanfarinna ára á Alþingi en hún á eftir að gera það í sveitarstjórnum. Ég vona að þjóðin muni gera það þegar kosið verður í vor."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert