Guðmundur ekki í efstu sætum

Góð þátttaka var í prófkjöri sjálfstæðismanna á Álftanesi. Myndin var …
Góð þátttaka var í prófkjöri sjálfstæðismanna á Álftanesi. Myndin var tekin á íbúafundi á dögunum, þegar fjallar var um fjárhagsvandræði sveitarfélagsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðmund­ur G. Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri og odd­viti sjálf­stæðismanna í bæj­ar­stjórn Álfta­ness til margra ára, er ekki meðal sex efstu manna þegar fyrstu töl­ur eru birt­ar í próf­kjöri flokks­ins. Krist­inn Guðlaugs­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar, er í fyrsta sæti.

Búið að telja 150 at­kvæði. 371 flokksmaður er á kjör­skrá en mikið hef­ur bæst við af nýj­um fé­lög­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um kjör­stjórn­ar, og er enn ekki vitað hversu marg­ir verða á end­an­legri kjör­skrá.

Staðan er þessi, sam­kvæmt fyrstu töl­um.

1. Krist­inn Guðlaugs­son, 60 at­kvæði
2. Snorri Finn­laugs­son, 54 at­kvæði
3. Hjör­dís Jóna Gísla­dótt­ir, 75 at­kvæði
4. Kjart­an Örn Sig­urðsson, 90 at­kvæði
5. Guðjón Andri Kára­son, 90 at­kvæði
6. Elísa­bet Blön­dal, 81 at­kvæði.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur nú fjóra full­trúa í bæj­ar­stjórn. Guðmund­ur og Krist­inn eru þeir einu sem gáfu kost á sér áfram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert