Guðmundur G. Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Álftaness til margra ára, er ekki meðal sex efstu manna þegar fyrstu tölur eru birtar í prófkjöri flokksins. Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar, er í fyrsta sæti.
Búið að telja 150 atkvæði. 371 flokksmaður er á kjörskrá en mikið hefur bæst við af nýjum félögum, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, og er enn ekki vitað hversu margir verða á endanlegri kjörskrá.
Staðan er þessi, samkvæmt fyrstu tölum.
1. Kristinn Guðlaugsson, 60 atkvæði
2. Snorri Finnlaugsson, 54 atkvæði
3. Hjördís Jóna Gísladóttir, 75 atkvæði
4. Kjartan Örn Sigurðsson, 90 atkvæði
5. Guðjón Andri Kárason, 90 atkvæði
6. Elísabet Blöndal, 81 atkvæði.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Guðmundur og Kristinn eru þeir einu sem gáfu kost á sér áfram.