Haraldur sigraði í Mosfellsbæ

Haraldur Sverrisson.
Haraldur Sverrisson.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í bænum í dag. Hann fékk 671 atkvæði í 1. sæti  eða 83,5% greiddra atkvæða.   Á kjörskrá var 1341 og 826 manns kusu sem er 61% kjörsókn.  22 atkvæði voru auð eða ógild.

Fimmtán buðu sig fram í prófkjörinu. Röð efstu 7 var sem hér segir:

Haraldur Sverrisson, 671 atkvæði í 1. sæti (83,5%)
Herdís Sigurjónsdóttir með 364 atkvæði í 1. – 2. sæti  (45,3%)
Bryndís Haraldsdóttir með 340 atkvæði í 1.- 3. sæti (42,3%)
Hafsteinn Pálsson með 324 atkvæði í 1. – 4. sæti (40,3%)
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir með 343 atkvæði í 1.-5. sæti (42,7%)
Rúnar B. Guðlaugsson með 323 atkvæði í 1.-6.  sæti (40,2%)
Theodór Kristjánsson með 370 atkvæði í 1. – 7. sæti (46%). 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert