Metþátttaka í prófkjörum

Prófkjör eru hjá Sjálfstæðisflokknum í fjórum bæjarfélögum.
Prófkjör eru hjá Sjálfstæðisflokknum í fjórum bæjarfélögum.

Mjög góð þátt­taka er í próf­kjör­um Sjálf­stæðis­flokks­ins á Álfta­nesi og í Grinda­vík. Í báðum sveit­ar­fé­lög­un­um höfðu mun fleiri kosið fyr­ir klukk­an fimm en í heild­ina fyr­ir fjór­um árum og var þó rúm­ur klukku­tími eft­ir.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn held­ur í dag próf­kjör í Mos­fells­bæ, Garðabæ, á Álfta­nesi og í Grinda­vík og VG efn­ir til for­vals í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri.

210 höfðu kosið í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins á Álfta­nesi fyr­ir klukk­an fimm. 370 eru þar á kjör­skrá. Þátt­taka er mun meiri en fyr­ir fjór­um árum.

„Það er mik­ill áhugi fyr­ir þessa. Fólk vill leggja sitt af mörk­um í þeirri stöðu sem við erum í,“ seg­ir Sveinn Ingi Lýðsson, formaður kjör­stjórn­ar. 

190 höfðu kosið í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Grinda­vík fyr­ir klukk­an fimm. Á kjör­skrá voru 230 í morg­un en um fjöru­tíu til viðbót­ar höfðu skráð sig í flokk­inn í dag. 

Kjör­stöðum í Grinda­vík og á Álfta­nesi er lokað klukk­an 18 í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert