Mjög góð þátttaka er í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi og í Grindavík. Í báðum sveitarfélögunum höfðu mun fleiri kosið fyrir klukkan fimm en í heildina fyrir fjórum árum og var þó rúmur klukkutími eftir.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur í dag prófkjör í Mosfellsbæ, Garðabæ, á Álftanesi og í Grindavík og VG efnir til forvals í Reykjavík og á Akureyri.
210 höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi fyrir klukkan fimm. 370 eru þar á kjörskrá. Þátttaka er mun meiri en fyrir fjórum árum.
„Það er mikill áhugi fyrir þessa. Fólk vill leggja sitt af mörkum í þeirri stöðu sem við erum í,“ segir Sveinn Ingi Lýðsson, formaður kjörstjórnar.
190 höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir klukkan fimm. Á kjörskrá voru 230 í morgun en um fjörutíu til viðbótar höfðu skráð sig í flokkinn í dag.
Um 140 tóku þátt í prófkjörinu í Grindavík fyrir fjórum árum.Kjörstöðum í Grindavík og á Álftanesi er lokað klukkan 18 í dag.