Sóley í 1. sæti hjá VG

Borgarfulltrúarnir Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson bíða eftir fyrstu tölum …
Borgarfulltrúarnir Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson bíða eftir fyrstu tölum í forvali VG í Reykjavík. mbl.is/GSH

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, borg­ar­full­trúi, var í fyrsta sæti  í for­vali Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs í Reykja­vík og Þor­leif­ur Gunn­laugs­son, borg­ar­full­trúi í 2. sæti þegar 300 at­kvæði höfðu verið tal­in af rúm­lega þúsund sem greidd voru. Bæði sótt­ust þau Sól­ey og Þor­leif­ur eft­ir 1. sæt­inu.

Að sögn Stef­áns Páls­son­ar í kjör­stjórn for­vals­ins kusu um 1000 manns á kjörstað í dag og nokkr­ir tug­ir kusu bréf­lega utan kjörstaðar. Er þetta ívið betri kjör­sókn en var fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar á síðasta ári.

Þegar 300 at­kvæði höfðu verið tal­in hafði Sól­ey fengið 140 at­kvæði í 1. sætið og Þor­leif­ur 155 í 1.-2. sætið. Sagði Stefán að Þor­leif­ur væri  20 at­kvæðum á eft­ir Sól­eyju í 1. sæt­inu.

Í þriðja sæti var Líf Magneu­dótt­ir, vef­stjóri og grunn­skóla­kenn­ari, með 130 at­kvæði í 1.-3. sæti, Elín Sig­urðardótt­ir, verk­efna­stjóri, hafði fengið 108 at­kvæði í 1.-4. sæti, Her­mann Vals­son kenn­ari, var með 111 at­kvæði í 1.-5. sæti og Davíð Stef­áns­son, bók­mennta­fræðing­ur, hafði fengið 105 at­kvæði í 1.-6. sæti.  

For­valið nær til efstu sex sæt­anna en í sæt­um 7-10 eru Snærós Sindra­dótt­ir,  Friðrik Dag­ur Arn­ar­son, Vé­steinn Val­g­arðsson og Birna Magnús­dótt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert