Okkur eru allir vegir færir

Haraldur Sverrisson leiðir lista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.
Haraldur Sverrisson leiðir lista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ.

„Ég er þakk­lát­ur fyr­ir þessa kosn­ingu. Niðurstaðan sýn­ir að ég hef góðan stuðning í bæj­ar­fé­lag­inu,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, sem kos­inn var í próf­kjöri í gær í efsta sætið á lista flokks­ins fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórna­kosn­ing­ar.

Har­ald­ur sótt­ist einn eft­ir efsta sæt­inu en hann hef­ur verið odd­viti list­ans frá því Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir fór á þing.

Hlaut Har­ald­ur 83,5% at­kvæða í fyrsta sætið.

Meiri bar­átta var um næstu sæti. Her­dís Sig­ur­jóns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi varð í öðru sæti, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir vara­bæj­ar­full­trúi í því þriðja og Haf­steinn Páls­son bæj­ar­full­trúi varð í fjórða sæti.

Hann er ánægður með þátt­tök­una. 826 greiddu at­kvæði sem er 61% af þeim sem voru á kjör­skrá. Marg­ir gengu í flokk­inn á próf­kjörs­dag.

„Þetta er miklu meiri þátt­taka en við höf­um verið að sjá í próf­kjör­um að und­an­förnu. Ég tel að hún sýni hvað þetta er breiður hóp­ur fólks og  höfðar vel til fólks í bæn­um,“ seg­ir Har­ald­ur.

„Nú för­um við að und­ir­búa stefnu okk­ar fyr­ir kosn­ing­ar og blása í lúðra. Með þessu fólki er okk­ur sjálf­stæðismönn­um all­ir veg­ir fær­ir,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka