Ellefu gefa kost á sér í væntanlegu prófkjöri framsóknarfólks á Fljótsdalshéraði. Prófkjörið fer fram laugardaginn 6. mars nk. kl. 10:00-18:00 í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum. Utankjörfundarkosning verður 1.-5. mars kl. 13.00-17.00 á skrifstofu flokksins í Reykjavík.
Eftirtalin gefa kost á sér:
Áskell Einarsson, bóndi, Eiðum í 2.-5.sæti
Eyrún Arnardóttir, dýralæknir, Egilsstöðum í 2.sæti
Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri, Egilsstöðum í 2.-3.sæti
Helga Þórarinsdóttir, sviðsstjóri SAUST, Egilsstöðum í 4.-7.sæti
Ingvar Ríkharðsson, prentari, Egilsstöðum, í 3.-7.sæti
Jónas Guðmundsson, bóndi, Jökulsárhlíð í 5.sæti
Páll Sigvaldason, ökukennari, Fellabæ í 1.-3.sæti
Pétur Guðvarðsson, garðyrkjumaður, Egilsstöðum í 6.-7. sæti
Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur, Egilsstöðum í 1.sæti
Þórey Birna Jónsdóttir, leikskólakennari, Fellabæ í 7.sæti
Þórhallur Pálsson, arkitekt, Eiðum í 1.-4. sæti
Prófkjör B-listans er opið öllum sem eru með lögheimili á Fljótsdalshéraði og með kosningarétt á kjördegi.