Eiríkur efstur á Ísafirði

Þau kepptust um fyrsta sætið á Ísafirði, f.v. Eiríkur Finnur …
Þau kepptust um fyrsta sætið á Ísafirði, f.v. Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Gísli H. Halldórsson. mynd/Sigurjón Sigurðsson-BB

Eiríkur Finnur Greipsson framkvæmdastjóri er í efsta sæti þegar fyrstu tölur í prófkjöri sjálfstæðismanna á Ísafirði hafa verið birtar. Er hann með 246 atkvæði í 1. sæti er 421 atkvæði hafa verið talin. Í upphafi kjörfundar voru um 849 manns á kjörskrá en mikið var um nýskráningar í flokkinn og er enn ekki ljóst hve margir voru á kjörskrá. Gísli H. Halldórsson er í öðru sæti með 152 atkvæði í 1.-2.sæti og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir þriðja með 197 atkvæði í 1.-3. sæti, en öll stefndu þau á 1. sætið.

Í næstu sætum eru Margrét Halldórsdóttir með 201 atkvæði í 1.-4. sæti, Kristín Hálfdánsdóttir með 248 atkvæði í 1.-5. sæti og Guðný Stefanía Stefánsdóttir með 286 atkvæði í 1.-6. sæti.

Atkvæðatölur hafa verið leiðréttar hér í fréttinni en fyrir mistök sendi kjörnefnd frá sér í fyrstu eingöngu samtalsatkvæði hvers frambjóðenda fyrir 1.-6. sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert