Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vegna bæjarstjórnarkosningar í vor. Sigrún Björk Jakobsdóttir, fv. bæjarstjóri, vann öruggan sigur með 762 atkvæði í 1. sæti. Sigurður Guðmundsson, sem stefndi á 1.-2. sæti endaði í 6. sæti og bæjarfulltrúinn Elín M. Hallgrímsdóttir er ekki meðal sex efstu.
Í lok kjörfundar voru 1.979 manns á kjörskrá. Atkvæði greiddu 1.165 eða 59%. Auðir og ógildir seðlar voru 20. Röð frambjóðenda í 1.-6. sæti er eftirfarandi:
Björn Ingimarsson stefndi á 2. sætið í prófkjörinu en nýliðinn Njáll Trausti náði takmarki sínu með 3. sætið. Anna Guðný hafði stefnt á 3. sæti og sem fyrr segir bauð Sigurður Guðmundsson sig fram í 1.-2. sæti.