Yfirlýsing frá frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins

Aðal­steinn Jóns­son sem tek­ur þátt í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem hann hef­ur sent frá sér að nafn hans hafi verið notað á þann hátt að hann styddi ann­an fram­bjóðanda í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

Mitt nafn og mynd­ir af mér hafa verið notaðar á þannig hátt að það  líta út fyr­ir að ég styðji ann­an fram­bjóðanda í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ég vil taka það skýrt fram þó ég styðji sam­starf og sam­vinnu milli íþrótta­fé­lag­anna þá kem ég al­ger­lega á mín­um eig­in verðleik­um og vil ekki sverta það frá­bæra starf sem íþrótta­fé­lög­in standa fyr­ir.

Ég hvet því ein­dregið til að fólk blandi ekki starf­semi íþrótta­fé­lag­anna í próf­kjörss­bar­átt­unni á þenn­an hátt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert