Að minnsta kosti þrjú prófkjör fara fram í dag vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 29. maí næstkomandi.
Prófkjör Bæjarmálafélags Seltjarnarness við val á Neslistann verður haldið í Valhúsaskóla kl. 10 til 15. Átta gefa kost á sér og í 1. sæti bjóða sig fram þeir Árni Einarsson og Þorsteinn Sæmundsson auk Kristjáns Þorvaldssonar í 1.-2. sæti.
Auk þeirra bjóða sig fram þau Brynjúlfur Halldórsson, Edda Sif Bergmann Þorvaldsdóttir, Felix Ragnarsson, Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir og Húnbogi Þorseinsson.
Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi efnir til prófkjörs og gefa 12 kost á sér. Það eru þau Aðalsteinn Jónsson, Ármann Kr. Ólafsson, Árni Bragason, Benedikt Hallgrímsson, Gunnar I. Birgisson, Hildur Dungal, Jóhann Ísberg, Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir, Karen Halldórsdóttir, Kjartan Sigurgeirsson, Margrét Björnsdóttir og Sigurjón Sigurðsson.
Þá verður kosið í forvali Samfylkingarinnar á Selfossi (Árborg). Frambjóðendur eru sex, þau Anna Guðmundsdóttir, Arna Ír Gunnarsdóttir, Eggert Valur Guðmundsson, Gylfi Þorkelsson, Kjartan Ólafsson
og Ragnheiður Hergeirsdóttir. Kosið verður í Tryggvaskála frá 11-18.