Átta prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor fara fram í Reykjanesbæ, Sandgerði, Kópavogi, Mosfellsbæ, á Akranesi og Ísafjarðarbæ í dag. Sjálfstæðismenn eru með tvö prófkjör, Framsóknarmenn tvö, Samfylkingin eitt, VG eitt forval og síðan eru tvö sameiginleg prófkjör.
Í Reykjanesbæ verður prófkjör hjá sjálfstæðismönnum og Samfylkingunni klukkan 10-18.
Sameiginlegt prófkjör Samfylkingar, K-lista og óháðra í Sandgerði verður í dag kl. 10-18.
Forval Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi verður kl. 10-18 og á sama tíma verður prófkjör framsóknarmanna í bænum.
Prófkjör framsóknarfélaganna í Mosfellsbæ verður kl. 10-15.
Prófkjör sjálfstæðismanna á Akranesi verður kl. 10-18.
Prófkjör Í-listans, sameiginlegs framboðs, Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Frjálslyndra og óháðra til bæjarstjórnarkosninga í Ísafjarðarbæ, fer fram á fjórum stöðum. Kjörfundur á Ísafirði verður kl. 10-18 en kl. 10-16 á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.