Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins er efstur í prófkjöri flokksins í Kópavogi. Þrír börðust um fyrsta sæti listans, Ómar, Einar Kristján Jónsson og Gísli Tryggvason. Þegar 810 atkvæði hafa verið talin þá er Gísli í fimmta sæti en Einar Kristján er ekki meðal sex efstu.
1. Ómar Stefánsson í 1. sæti með 333 atkvæði.
2. Una María Óskarsdóttir í 1.-2. sæti með 296 atkvæði.
3. Andrés Pétursson í 1.-3. sæti með 340 atkvæði.
4. Alexander Arnarsson í 1.-4. sæti með 379 atkvæði.
5. Gísli Tryggvason í 1.-5. sæti með 382 atkvæði.
6. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir í 1.-6. sæit með 401 atkvæði.