Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar var samþykktur einróma á fjölmennum fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá Sjálfstæðisflokknum er mikill áhugi á framboðslistanum en á þriðja hundrað manns mættu þegar listinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar var kynntur.
Í frétt frá flokknum kemur fram að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri leiði listann. Jafnt kynjahlutfall sé á listanum, fimmtán konur og fimmtán karlar. Listann skipi öflugt fólk úr öllum borgarhlutum með margskonar reynslu úr atvinnulífinu og félagsstarfi. Aldursbil fólksins á listanum dreifist frá rúmlega tvítugu til áttræðs. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar og fyrrverandi borgarstjóri skipi heiðurssæti listans.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2010:
- Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri
- Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi
- Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi
- Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi
- Geir Sveinsson, framkvæmdastjóri
- Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri
- Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi og hjúkrunarfræðingur
- Hildur Sverrisdóttir, lögfræðingur
- Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi og kennari
- Björn Gíslason, slökkviliðsmaður
- Jón Karl Ólafsson, forstjóri
- Rúna Malmquist, viðskiptafræðingur
- Árni Helgason, lögmaður og formaður Heimdallar
- Sveinn H Skúlason, framkvæmdastjóri
- Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri hjá SKÝRR
- Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna
- Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík
- Jarþrúður Ásmundsdóttir, sérfræðingur
- Þorbjörn Jensson, rafvirki
- Magnús Júlíusson, verkfræðinemi
- Nanna Kristín Tryggvadóttir, háskólanemi
- Helga Steffensen, brúðuleikhússtjóri
- Sindri Ástmarsson, útvarpsmaður og nemi
- Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, sérkennari
- Brynhildur Andersen, húsmóðir
- Margrét Kr. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
- Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttalögmaður
- Unnur Arngrímsdóttir, danskennari
- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar
Fullt var út úr dyrum þegar framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var samþykktur í dag.