Eyþór sigraði í Árborg

Eyþór Arnalds, Elfa Dögg og Ari Björn urðu í efstu …
Eyþór Arnalds, Elfa Dögg og Ari Björn urðu í efstu þremur sætunum. Morgunblaðið/ Sigmundur

Eyþór Arnalds sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Hlaut Eyþór 512 atkvæði í 1. sæti. Elfa Dögg Þórðardóttir varð í öðru sæti og Ari Björn Thorarensen í því þriðja.
Um 900 manns tóku þátt í prófkjörinu, sem var um 60% þátttaka.

Eyþór fékk sem fyrr segir 512 atkvæði í 1. sæti, Elfa Dögg fékk 652 atkvæði í 1.-2. sæti,  Ari Björn fékk 345 atkvæði í 1.-3. sæti, Sandra Dís Hafþórsdóttir með 367 atkvæði í 1.-4. sæti, Gunnar Egilsson með 441 atkvæði í 1.-5. sæti og í sjötta sæti varð Kjartan Björnsson með 473 atkvæði í 1.-6. sæti, en Kjartan gaf kost á sér í 2.-3. sætið.

Bæði Eyþór og Elfa Dögg hafa setið í bæjarstjórn Árborgar á yfirstandandi kjörtímabili fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þar sem flokkurinn hefur einn verið í minnihluta með fjóra fulltrúa. Grímur Arnarsson bæjarfulltrúi varð ekki meðal sex efstu manna í prófkjörinu en Þórunn Jóna Hauksdóttir bæjarfulltrúi, sem skipaði 2. sæti listans í síðustu kosningum,  sóttist ekki eftir endurkjöri,

Meirihlutann mynda Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert