Eyþór sigraði í Árborg

Eyþór Arnalds, Elfa Dögg og Ari Björn urðu í efstu …
Eyþór Arnalds, Elfa Dögg og Ari Björn urðu í efstu þremur sætunum. Morgunblaðið/ Sigmundur

Eyþór Arn­alds sigraði í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Árborg fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í vor. Hlaut Eyþór 512 at­kvæði í 1. sæti. Elfa Dögg Þórðardótt­ir varð í öðru sæti og Ari Björn Thor­ar­en­sen í því þriðja.
Um 900 manns tóku þátt í próf­kjör­inu, sem var um 60% þátt­taka.

Eyþór fékk sem fyrr seg­ir 512 at­kvæði í 1. sæti, Elfa Dögg fékk 652 at­kvæði í 1.-2. sæti,  Ari Björn fékk 345 at­kvæði í 1.-3. sæti, Sandra Dís Hafþórs­dótt­ir með 367 at­kvæði í 1.-4. sæti, Gunn­ar Eg­ils­son með 441 at­kvæði í 1.-5. sæti og í sjötta sæti varð Kjart­an Björns­son með 473 at­kvæði í 1.-6. sæti, en Kjart­an gaf kost á sér í 2.-3. sætið.

Bæði Eyþór og Elfa Dögg hafa setið í bæj­ar­stjórn Árborg­ar á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, þar sem flokk­ur­inn hef­ur einn verið í minni­hluta með fjóra full­trúa. Grím­ur Arn­ars­son bæj­ar­full­trúi varð ekki meðal sex efstu manna í próf­kjör­inu en Þór­unn Jóna Hauks­dótt­ir bæj­ar­full­trúi, sem skipaði 2. sæti list­ans í síðustu kosn­ing­um,  sótt­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri,

Meiri­hlut­ann mynda Sam­fylk­ing­in, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Vinstri græn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert