Jón Björn sigraði í Fjarðabyggð

Jón Björn Hákonarson í ræðustól Alþingis 2007 er hann var …
Jón Björn Hákonarson í ræðustól Alþingis 2007 er hann var þá varamaður framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Ómar Óskarsson

Jón Björn Hákonarson sigraði í í dag í prófkjöri Framsóknarfélags Fjarðabyggðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hlaut hann 368 atkvæði í 1. sæti. Atkvæði greiddu 593, gild atkvæði voru 582 og 11 ógild .

Röð í sex efstu sæti listans er eftirfarandi:

1. Jón Björn Hákonarson með 368 atkvæði í 1 sæti.
2. Guðmundur Þorgrímsson með 212 atkvæði í 1-2 sæti.
3. Eiður Ragnarsson með 331 atkvæði í 1-3. sæti
4. Snjólaug Eyrún Guðmundsdóttir með 413 atkvæði í 1-4. sæti
5. Jósef Auðunn Friðriksson með 419 atkvæði í 1-5. sæti.
6. Svanhvít Aradóttir

Einn frambjóðandi dró sitt framboð til baka og til jafna stöðu kynja á listanum kemur frambjóðandi sem ekki tók þátt í prófkjörinu inn í sex sæti listans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert