Þak á auglýsingakostnað

Á kosningarstjórnarfundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík í gær var samþykkt að fara þess á leit við framkvæmdastjórn flokksins að Samfylkingin leggi til við hina stjórnmálaflokkana að sett verði auglýsingaþak fyrir kosningabaráttuna í vor.

Fram kemur á heimasíðu Samfylkingarinnar, að Sigrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastýru flokksins, hafi verið falið að fylgja málinu eftir.

Fyrir alþingiskosningarnar sl. vor gerði stjórnmálaflokkarnir, sem áttu fulltrúa á Alþingi, um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda kosninganna. Skuldbundu flokkarnir sig til að takmarka kostnað við auglýsingabirtingar í dagblöðum, netfjölmiðlum og ljósvakamiðlum á landsvísu þannig að heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsingabirtinga í þessum fjölmiðlum yrði ekki hærri en 14 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert