Þak á auglýsingakostnað

Á kosn­ing­ar­stjórn­ar­fundi hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík í gær var samþykkt að fara þess á leit við fram­kvæmda­stjórn flokks­ins að Sam­fylk­ing­in leggi til við hina stjórn­mála­flokk­ana að sett verði aug­lýs­ingaþak fyr­ir kosn­inga­bar­átt­una í vor.

Fram kem­ur á heimasíðu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að Sigrúnu Jóns­dótt­ur, framkvæmda­stýru flokks­ins, hafi verið falið að fylgja mál­inu eft­ir.

Fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar sl. vor gerði stjórn­mála­flokk­arn­ir, sem áttu full­trúa á Alþingi, um að tak­marka aug­lýs­inga­kostnað í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Skuld­bundu flokk­arn­ir sig til að tak­marka kostnað við aug­lýs­inga­birt­ing­ar í dag­blöðum, net­fjöl­miðlum og ljósvakamiðlum á landsvísu þannig að heild­ar­kostnaður hvers flokks vegna aug­lýs­inga­birt­inga í þess­um fjöl­miðlum yrði ekki hærri en 14 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert