Segir sig úr flokknum og boðar sérframboð

Sigurður Guðmundsson verslunarmaður á Akureyri, sem hafnaði í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, sagði sig úr flokknum í gærkvöld og ætlar að mæta með nýtt framboð til leiks í vor. „Ég hafði tekið ákvörðun um að taka 6. sætið en á fundinum í gærkvöld kom fram tillaga frá kjörnefnd um að færa mig niður í 9. sæti og var sú tillaga samþykkt. Ég sagði mig í kjölfarið úr flokknum og gekk af fundi ásamt fleira fólki," sagði Sigurður, í samtali við Vikudag.  

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar þann 29. maí nk. var samþykktur á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í gærkvöld.

Sjá nánar á vef Vikudags

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert