Sjálfstæðisflokkurinn með 40,3% fylgi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. mbl.is/Ómar

Sjálfstæðisflokkurinn er á ný langstærsti stjórnmálaflokkur landsins, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 40,3 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni og fengi 27 þingmenn kjörna yrðu þetta niðurstöður kosninga. Flokkurinn fékk 23,7 prósent atkvæða í þingkosningum 25. apríl í fyrra, og 16 þingmenn kjörna.

61,1% styður ekki ríkisstjórnina

Stjórnarflokkarnir tapa miklu fylgi frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin nýtur stuðnings 23,1 prósents kjósenda, og Vinstri græn 20,6 prósenta. Alls sögðust 43,7 prósent aðspurðra myndu kjósa annan hvorn stjórnarflokkanna.

Þegar spurt var um stuðning við ríkisstjórnina sögðust 38,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja stjórnina, en 61,1 prósent sagðist ekki styðja stjórnina.

Hreyfingin fengi 0,6% atkvæða

Framsóknarflokkurinn mælist með stuðning 13,3 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Borgara­hreyfingin nýtur stuðnings 2,1 prósents kjósenda, og 0,6 prósent sögðust myndu kjósa Hreyfinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka