Sjálfstæðisflokkurinn með 40,3% fylgi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. mbl.is/Ómar

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er á ný lang­stærsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins, sam­kvæmt niður­stöðum skoðana­könn­un­ar sem birt er í Frétta­blaðinu í dag.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur stuðnings 40,3 pró­senta þeirra sem af­stöðu tóku í könn­un­inni og fengi 27 þing­menn kjörna yrðu þetta niður­stöður kosn­inga. Flokk­ur­inn fékk 23,7 pró­sent at­kvæða í þing­kosn­ing­um 25. apríl í fyrra, og 16 þing­menn kjörna.

61,1% styður ekki rík­is­stjórn­ina

Stjórn­ar­flokk­arn­ir tapa miklu fylgi frá síðustu könn­un Frétta­blaðsins. Sam­fylk­ing­in nýt­ur stuðnings 23,1 pró­sents kjós­enda, og Vinstri græn 20,6 pró­senta. Alls sögðust 43,7 pró­sent aðspurðra myndu kjósa ann­an hvorn stjórn­ar­flokk­anna.

Þegar spurt var um stuðning við rík­is­stjórn­ina sögðust 38,9 pró­sent þeirra sem af­stöðu tóku styðja stjórn­ina, en 61,1 pró­sent sagðist ekki styðja stjórn­ina.

Hreyf­ing­in fengi 0,6% at­kvæða

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist með stuðning 13,3 pró­senta þeirra sem af­stöðu tóku í könn­un­inni. Borg­ara­hreyf­ing­in nýt­ur stuðnings 2,1 pró­sents kjós­enda, og 0,6 pró­sent sögðust myndu kjósa Hreyf­ing­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert