Framsóknarmenn birta listann

Efstu frambjóðendum listans eru: (frá vinstri) Guðrúnu Valdimarsdóttur (2), Kristínu …
Efstu frambjóðendum listans eru: (frá vinstri) Guðrúnu Valdimarsdóttur (2), Kristínu Helga Magnúsdóttur (6), Ingvar Mar Jónssyni (5), Einari Skúlasyni (1), Zakaría Elias Anbari (4) og Valgerði Sveinsdóttur (3).

Framsóknarmenn í Reykjavík hafa samþykkt framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í maí. Einar Skúlason, sem sigraði í prófkjöri flokksins, er í fyrsta sæti.

Framsóknarmenn í Reykjavík héldu í gær málefnaþing til undirbúnings borgarstjórnarkosningunum í vor. Hæst bar þar umræða um breytingar á frístundakortinu, skilgreiningu á grunnþjónustu, nýjar hugmyndir um samþættingu leik- og grunnskóla og tómstundastarfs, græna atvinnusköpun, áframhaldandi framkvæmdir á vegum borgarinnar, endurbyggingu gamalla húsa, breytingar á starfsemi þjónustumiðstöðva og nýjar hugmyndir í orkumálum auk margra annarra mála. Á næstu tveimur vikum verður gengið endanlega frá kosningastefnuskrá og hún kynnt eftir páska.

Framboðslistinn er eins og hér segir:

1. Einar Skúlason, 38 ára, stjórnmálafræðingur og MBA

2. Guðrún Valdimarsdóttir, 36 ára, hagfræðingur

3. Valgerður Sveinsdóttir, 38 ára, lyfjafræðingur

4. Zakaria Elias Anbari, 42 ára, þjálfari Africa United

5. Ingvar Mar Jónsson, 36 ára, flugstjóri

6. Kristín Helga Magnúsdóttir, 20 ára, verkfræðinemi

7. Einar Örn Ævarsson, 36 ára, viðskiptafræðingur

8. Þórir Ingþórsson, 32 ára, viðskiptafræðingur

9. Sigurjón Norberg Kjærnested, 24 ára, verkfræðinemi

10. Anna Margrét Ólafsdóttir, 49 ára, leikskólastjóri

11. Þuríður Bernódusdóttir, 55 ára, þjónustufulltrúi Miðgarði

12. Agnar Bragi Bragason, 32 ára, stjórnmálafræðingur og lögfræðinemi

13. Ragna Óskarsdóttir, 47 ára, fasteignasali

14. Brynjar Fransson, 70 ára, fv. fasteignasali

15. Jónína Benediktsdóttir, 52 ára, framkvæmdastjóri

16. Reynir Þór Eggertsson, 37 ára, framhaldsskólakennari

17. Jóhanna Hreiðarsdóttir, 25 ára, stjórnmálafræðinemi

18. Gestur Guðjónsson, 37 ára, umhverfisverkfræðingur

19. Fanný Gunnarsdóttir, 52 ára, kennari

20. Ásgeir Ingvi Jónsson, 43 ára, fiskiðnaðarmaður

21. Þórunn Benný Birgisdóttir, 28 ára, nemi í félagsráðgjöf

22. Jón Sigurðsson, 32 ára, viðskiptafræðinemi

23. Ágústa Áróra Þórðardóttir, 49 ára, markaðsstjóri

24. Stefán Vignir Skarphéðinsson, 24 ára, bílstjóri

25. Steinunn Anna Baldvinsdóttir, 18 ára, framhaldsskólanemi

26. Sigfús Ægir Árnason, 55 ára, framkvæmdastjóri

27. Ásrún Kristjánsdóttir, 61 árs, hönnuður

28. Snorri Þorvaldsson, 60 ára, verslunarmaður og formaður Glímufélagsins Ármanns

29. Sigrún Sturludóttir, 80 ára, húsmóðir

30. Alfreð Þorsteinsson, 66 ára, fv. borgarfulltrúi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert