Á opnum fundi Framsóknarfélags Seltjarnarness og óháðra kjósenda, sem
haldinn var 22. mars 2010, var tekin samhljóma ákvörðun um
sameiginlegt framboð þessara aðila undir merkjum B-lista
Framsóknarflokksins og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Í fréttatilkynningu kemur fram að framsóknarmenn og óháðir telja að nú sé þörf fyrir nýtt afl í bæjarstjórninni sem veitir Sjálfstæðisflokknum sterkara aðhald í skipulagsmálum og fjármálum bæjarins en gert hefur verið að
undanförnu. „Það er þörf á breytingum í bæjarstjórn því það er engum
hollt að vera með hreint meirihlutavald of lengi og hvað þá í 48 ár
samfellt," segir í tilkynningu.