Jón Gnarr vinsælli en framsókn og frjálslyndir

Jón Gnarr
Jón Gnarr mbl.is/Rax

Besti flokk­ur­inn fengi 12,7 pró­senta fylgi og tvo borg­ar­full­trúa yrði kosið til borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur í dag sam­kvæmt skoðana­könn­un Frétta­blaðsins sem birt er í blaðinu í dag.

Sjálf­stæðis­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Vinstri græn halda óbreytt­um fjölda borg­ar­full­trúa sam­kvæmt niður­stöðu könn­un­ar­inn­ar. Bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur og Frjáls­lynd­ir og óháðir, sem eru með einn borg­ar­full­trúa hvor, missa full­trúa sína.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur stuðnings 39,4 pró­senta kjós­enda og fengi sjö borg­ar­full­trúa yrðu þetta niður­stöður kosn­inga. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 26,3 pró­senta fylgi og fjóra borg­ar­full­trúa. Vinstri græn fengju 14,2 pró­senta fylgi og tvo borg­ar­full­trúa.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nýt­ur sam­kvæmt könn­un­inni stuðnings 5,6 pró­senta, og 1,5 pró­sent styðja Frjáls­lynda flokk­inn. Nýtt fram­boð óháðra, und­ir for­ystu Ólafs F. Magnús­son­ar borg­ar­full­trúa, mæl­ist með stuðning 0,4 pró­senta Reyk­vík­inga. Ekk­ert þess­ara fram­boða kæmi manni að sam­kvæmt könn­un­inni.

Hér er hægt að lesa nán­ar um Besta­flokk­inn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert