Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði
kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun
Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag.
Sjálfstæðisflokkur,
Samfylking og Vinstri græn halda óbreyttum fjölda borgarfulltrúa
samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar. Bæði Framsóknarflokkur og
Frjálslyndir og óháðir, sem eru með einn borgarfulltrúa hvor, missa
fulltrúa sína.
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 39,4
prósenta kjósenda og fengi sjö borgarfulltrúa yrðu þetta niðurstöður
kosninga. Samfylkingin mælist með 26,3 prósenta fylgi og fjóra
borgarfulltrúa. Vinstri græn fengju 14,2 prósenta fylgi og tvo
borgarfulltrúa.
Framsóknarflokkurinn nýtur samkvæmt könnuninni stuðnings 5,6 prósenta, og 1,5 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Nýtt framboð óháðra, undir forystu Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa, mælist með stuðning 0,4 prósenta Reykvíkinga. Ekkert þessara framboða kæmi manni að samkvæmt könnuninni.
Hér er hægt að lesa nánar um Bestaflokkinn