„Mörg hundruð störf í húfi"

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mbl.is/Ómar Óskarsson

Mörg hundruð störf geta verið í húfi í nýrri einka­væðing­ar­bylgju Sjálf­stæðis­flokks­ins í Ráðhúsi Reykja­vík­ur fái hann að ráða. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggerts­son­ar, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík á fundi flokks­stjórn­ar.

„Það vill nefni­lega gleym­ast að tek­ist hef­ur að slá helstu einka­væðing­ar­draum­um Sjálf­stæðis­flokks­ins í Ráðhús­inu í frest­un með harðri stjórn­ar­and­stöðu. En hvað ger­ist eft­ir kosn­ing­ar? Marg­ir gera sér ekki ljóst hversu víða Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í borg­ar­stjórn - síðasta vígi frjáls­hyggj­unn­ar á Íslandi - hef­ur und­ir­búið einka­væðingu á grunnþjón­ust­unni, seg­ir Dag­ur.

Ein­hverj­um finnst sjálfsagt fynd­in til­hugs­un að flokk­ur­inn hafi verið á fullu fyr­ir hrun í viðræðum við að af­henda Kaupþingi og Glitni leik­skóla með stofn­un „yr­ir­tækjaleik­skóla". Það hef­ur þó ekki form­lega verið slegið af - held­ur er í frest­un, seg­ir Dag­ur.

Sömu­leiðis er einka­væðing allr­ar sorp­hirðu. Það er í frest­un. Við meiri­hluta­skipt­in 2007 kom í ljós að formaður vel­ferðarráðs hafði verið í leyni­leg­um viðræðum við heil­brigðisráðuneytið um einka­væðingu heimaþjón­ustu, heima­hlynn­ing­ar og heima­hjúkr­un­ar. Ætli hún sé ekki líka í frest­un, velti Dag­ur fyr­ir sér í ræðu sinni á fund­in­um í dag.

Í byrj­un þessa árs kom jafn­framt fram skýrsla um einka­væðingu Strætó bs. Og hver voru viðbrögð borg­ar­stjóra: „Ekk­ert verður ákveðið í þessu efni fyrr en eft­ir kosn­ing­ar. Þá má líka nefna að varla hef­ur hóp­ur fólks mátt eiga leið fram hjá mennta­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar án þess að vera boðið að stofna einka­skóla - jafn­vel þótt fækk­un barna og allt of mikið hús­næði sé veru­legt vanda­mál. Allt þetta hef­ur verið í gangi á þessu kjör­tíma­bili án þess að hafa verið kynnt fyr­ir síðustu kosn­ing­ar, enda fer Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn þá iðulega í bleiku föt­in. En ef hann fær að ráða - tek­ur frjáls­hyggj­an við," seg­ir Dag­ur .

Og er þó ótalið versta dæmið, að sögn odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­ar­stjórn.

REI-málið þar sem sex-menn­ing­arn­ir svo­nefndu und­ir for­ystu nú­ver­andi borg­ar­stjóra ætlaði að hrað-selja REI með einka­rétti að tæki­fær­um og þekk­ingu Orku­veitu Reykja­vík­ur til 20 ára og for­kaups­rétti Hann­es­ar Smára­son­ar og FL-group á hlutn­um. Sem bet­ur fer tókst að koma í veg fyr­ir það með mynd­un nýs meiri­hluta sem vatt ofan af rugl­inu, seg­ir Dag­ur B Eggerts­son.

 

Fjölmenni var á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar í dag
Fjöl­menni var á fundi flokks­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og Jóhanna Sigurðardóttir, formaður …
Mar­grét S. Björns­dótt­ir, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert