Ísólfur Gylfi leiðir framsóknarmenn

Ísólfur Gylfi Pálmason.
Ísólfur Gylfi Pálmason.

Uppstillinganefnd hefur skilað tillögu að lista Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra fyrir sveitarstjórnarkosningar 29. maí n.k. Samkvæmt tillögunni munu eftirtaldir aðilar skipa listann:

  1. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri.
  2. Guðlaug Ósk Svansdóttir, ferðamálafræðingur.
  3. Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
  4. Haukur Guðni Kristjánsson, rekstrastjóri.
  5. Ásta Brynjólfsdóttir, þroskaþjálfi
  6. Oddný Steina Valsdóttir, bóndi og
  7. Bergur Pálsson, sölumaður.
  8. Gunnhildur Jónsdóttir, listamaður og nemi.
  9. Helga Guðrún Lárusdóttir, háskólanemi.
  10. Lárus Viðar Stefánsson , íþróttakennari
  11. Sigurður Bjarni Sveinsson, nemi.
  12. Ásta Halla Ólafsdóttir, garðyrkjufræðingur.
  13. Ingibjörg Marmundsdóttir, félagsliði.
  14. Sigrún Þórarinsdóttir, bóndi.

Tillaga uppstillingarnefndar verður borin upp á íbúaþingi sem efnt verður til á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl n.k. kl. 10.30 í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert