Uppstillinganefnd hefur skilað tillögu að lista Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra fyrir sveitarstjórnarkosningar 29. maí n.k. Samkvæmt tillögunni munu eftirtaldir aðilar skipa listann:
- Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri.
- Guðlaug Ósk Svansdóttir, ferðamálafræðingur.
- Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
- Haukur Guðni Kristjánsson, rekstrastjóri.
- Ásta Brynjólfsdóttir, þroskaþjálfi
- Oddný Steina Valsdóttir, bóndi og
- Bergur Pálsson, sölumaður.
- Gunnhildur Jónsdóttir, listamaður og nemi.
- Helga Guðrún Lárusdóttir, háskólanemi.
- Lárus Viðar Stefánsson , íþróttakennari
- Sigurður Bjarni Sveinsson, nemi.
- Ásta Halla Ólafsdóttir, garðyrkjufræðingur.
- Ingibjörg Marmundsdóttir, félagsliði.
- Sigrún Þórarinsdóttir, bóndi.
Tillaga uppstillingarnefndar verður borin upp á íbúaþingi sem efnt verður til á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl n.k. kl. 10.30 í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.