kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga á fjölmennu Reykjavíkurþingi sem haldið var í Breiðholti. Samfylkingin í Reykjavík segist líta á atvinnumál sem algert forgangsverkefni í borginni á næsta kjörtímabili. Til að standa undir velferð og lífskjörum þurfi að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil og vegna stöðu efnhagsmála þýði þetta jafnframt að stefna þarf að um 5% hagvexti 2014.
Til þess þurfi margþættar aðgerðir sem ekki séu allar á færi Reykjavíkur heldur þurfi að ná víðtækari samstöðu og samstarfi. Þessi tölulegu markmið eigi að vera markmið vaxtarsamnings Reykjavíkur, ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar, fyrirtækja, stuðningsstofnana atvinnulífsins og annarra samtaka í atvinnulífi.
Þetta kemur m.a. fram í kosningastefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga, sem samþykkt var á Reykjavíkurþingi flokksins í Breiðholti í gær.
Í stefnuskránni er m.a. lagt til að borgin taki lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% eins og nú sé ráðgert.
„Borgarsjóður ræður við
þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni
í framkvæmda- og byggingariðnaði," segir í stefnuskránni.