Ætla að takmarka auglýsingakostnað

mbl.is/Eyþór

Stjórnmálaflokkarnir, sem bjóða fram til sveitarstjóra um land allt, hafa gert samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna 29. maí.

Samkomulagið felur í sér að heildarkostnaður hvers flokks verði ekki hærri en 11 milljónir króna að viðbættum virðisaukaskatti á tímabilinu frá 29. apríl til 29. maí sem er rúmleg 20% lægri upphæð en miðað var við fyrir alþingiskosningarnar 2009. 

Jafnframt er samkomulag um að Creditinfo hafi eftirlit með framkvæmdinni.

Að samkomulaginu standa Framsóknarflokkur, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin-grænt framboð.  Flokkarnir gerðu fyrst samkomulag af þessu tagi fyrir alþingiskosningarnar árið 2007 og síðan aftur 2009 en þá var hámarksfjárhæðin 14 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert