Framboðslista Framsóknarflokks breytt

Einar Skúlason.
Einar Skúlason. Mbl.is / Golli

Breytingarnar á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík voru kynntar  á fundi frambjóðenda og trúnaðarmanna í gærkvöldi. Guðrún Valdimarsdóttir, sem var í 2. sæti, hefur vikið af listanum, Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur mun skipa annað sæti listans og færist upp um eitt sæti og Þuríður Bernódusdóttir færist úr 11. sæti í það þriðja.

Þuríður er 55 ára þjónustufulltrúi hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð borgarinnar fyrir Grafarvog og Kjalarnes. Hún var varaþingmaður Framsóknarflokksins fyrir Suðurlandskjördæmi á árunum 1991 til 1995.

Bryndís Guðmundsdóttir bókari kemur ný inn á listann og mun skipa 11. sætið.

Listi framsóknarmanna lítur þannig út eftir breytingarnar sem gerðar voru á honum í gær:

1. Einar Skúlason, 38 ára, stjórnmálafræðingur og MBA
2. Valgerður Sveinsdóttir, 38 ára, lyfjafræðingur
3. Þuríður Bernódusdóttir, 55 ára, þjónustufulltrúi Miðgarði
4. Zakaria Elias Anbari, 42 ára, þjálfari Africa United
5. Ingvar Mar Jónsson, 36 ára, flugstjóri
6. Kristín Helga Magnúsdóttir, 20 ára, verkfræðinemi
7. Einar Örn Ævarsson, 36 ára, viðskiptafræðingur
8. Þórir Ingþórsson, 32 ára, viðskiptafræðingur
9. Sigurjón Norberg Kjærnested, 24 ára, verkfræðinemi
10. Anna Margrét Ólafsdóttir, 49 ára, leikskólastjóri
11. Bryndís Guðmundsdóttir, 50 ára, bókari
12. Agnar Bragi Bragason, 32 ára, stjórnmálafræðingur og lögfræðinemi
13. Ragna Óskarsdóttir, 47 ára, fasteignasali
14. Brynjar Fransson, 70 ára, fv. fasteignasali
15. Jónína Benediktsdóttir, 52 ára, framkvæmdastjóri
16. Reynir Þór Eggertsson, 37 ára, framhaldsskólakennari
17. Jóhanna Hreiðarsdóttir, 25 ára, stjórnmálafræðinemi
18. Gestur Guðjónsson, 37 ára, umhverfisverkfræðingur
19. Fanný Gunnarsdóttir, 52 ára, kennari
20. Ásgeir Ingvi Jónsson, 43 ára, fiskiðnaðarmaður
21. Þórunn Benný Birgisdóttir, 28 ára, nemi í félagsráðgjöf
22. Jón Sigurðsson, 32 ára, viðskiptafræðinemi
23. Ágústa Áróra Þórðardóttir, 49 ára, markaðsstjóri
24. Stefán Vignir Skarphéðinsson, 24 ára, bílstjóri
25. Steinunn Anna Baldvinsdóttir, 18 ára, framhaldsskólanemi
26. Sigfús Ægir Árnason, 55 ára, framkvæmdastjóri
27. Ásrún Kristjánsdóttir, 61 árs, hönnuður
28. Snorri Þorvaldsson, 60 ára, verslunarmaður
29. Sigrún Sturludóttir, 80 ára, húsmóðir
30. Alfreð Þorsteinsson, 66 ára, fv. borgarfulltrúi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert