Könnun sýnir meirihlutann í Hafnarfirði fallinn

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. www.mats.is

Samfylkingin nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta kjósenda í Hafnarfirði samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tók sjötta sætið á lista Samfylkingarinnar og næði ekki kjöri yrðu þetta niðurstöður kosninga.

Samfylkingin mælist nú með  39,7% fylgi sem myndi skila flokknum fimm bæjarfulltrúum af ellefu. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn rúm 54% atkvæða í bænum. 

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 34,9% kjósenda samkvæmt könnuninni og fengi fjóra bæjarfulltrúa yrðu það niðurstöður kosninga en hefur nú þrjá. 18,5% sögðust ætla að kjósa Vinstrihreyfingina-grænt framboð. Flokkurinn fengi samkvæmt því 2 bæjarfulltrúa en hefur 1. 

Alls sögðust 6,7% myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú, en flokkurinn fékk 3% atkvæða í síðustu kosningum. Það myndi ekki duga flokknum til að koma manni í bæjarstjórn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert