Enginn listi í Dalabyggð

Frá Búðardal.
Frá Búðardal.

Enginn listi kom fram í Dalabyggð, þegar frestur til að skila inn framboðum rann út á hádegi í dag. Því mun fara fram óhlutbundin kosning og verður Dalabyggð líklega með stærri sveitarfélögum þar sem slíkt fyrirkomulag verður viðhaft í kosningunum 29. maí nk.

Um 700 manns eru með lögheimili í Dalabyggð og eru í raun allir eldri en 18 ára í kjöri, nema að viðkomandi geti formlega út yfirlýsingu um að hann gefi ekki kost á sér til starfa í sveitarstjórn.

Við síðustu kosningar til sveitarstjórna árið 2006 fór óhlutbundin kosning fram í nærri 20 sveitarfélögum, aðallega þá í minni hreppum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert