Óháðir með lista á Álftanesi

Guðmundur G. Gunnarsson
Guðmundur G. Gunnarsson

Stofnaður hefur verið listi óháðra á Álftanesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí nk. Að L-listanum stendur áhugahópur íbúa um velferð Álftnesinga, segir í tilkynningu og er framboðið óháð stjórnmálaflokkum. Oddviti listans er Guðmundur G. Gunnarsson sem hefur verið oddviti D-lista sjálfstæðismanna á yfirstandandi kjörtímabili.

„Meginmarkmið er að fjárhagslegum álagsþvingunum, sem Álftnesingar þurfa að bera ofan í ógnvekjandi stöðu heimilanna almennt í landinu af völdum hrunsins, verði aflétt strax á þessu ári," segir í tilkynningu frá L-lista. Það verði ekki gert nema með sameiningu við annað bæjarfélag á höfuðborgarsvæðinu, samanber skýrslu bæjarstjórnar Álftaness frá 27. janúar sl. Hefja þurfi vinnu við það verkefni strax að kosningum loknum. Slíkar ráðstafanir þoli enga bið.

Listinn er skipaður eftirtöldum frambjóðendum:

1. Guðmundur G. Gunnarsson verkefnastjóri

2. Valgerður Júlíusdóttir framkvæmdastjóri

3. Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarnemi

4. Anna Ólöf Thorlacius grunnskólakennari

5. Pétur Daníelsson framkvæmdastjóri

6. Sigríður Halldóra Pálsdóttir kennar

7. Haukur Herbertsson véltæknifræðingur      

8. Guðný Hrund Þórðardóttir leikskólakennari

9. Guðbjörn Jensson verkfræðinemi    

10. Guðbjartur I. Gunnarsson skipstjóri

11. Guðlaugur Einarsson sjómaður

12. Helga Kristjana Einardóttir stuðningsfulltrúi

13.  Bogi Jónsson blikksmíðameistari     

14.  Guðrún Jóhannsdóttir ellilífeyrisþegi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert