Á fundi kjörstjórnar í dag fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík mun Ólafur F. Magnússon, oddviti H-lista, framboðs um Heiðarleika og almannahagsmuni, leggja fram lista skipaðan 30 frambjóðendum. Frestur til að skila inn listum fyrir sveitarstjórnarkosningar rennur út á hádegi í dag.
H-listinn er óháður og tekur ekki við neinum fjárframlögum eða styrkjum, segir Ólafur í tilkynningu, enda sé það ólöglegt samkvæmt sveitarstjórnarlögum, að hlýta öðru en sannfæringu sinni við atkvæðagreiðslur í sveitarstjórnum landsins.
Meðmæli yfir 240 kjósenda í Reykjavík eru sögð fylgja framboðslistanum, sem er þannig skipaður:
1. Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi.
2. Bryndís H. Torfadóttir, framkvæmdastjóri SAS á Íslandi.
3. Katrín Corazon Surban, sjúkraliði á Vökudeild Barnaspítala Hringsins,
4. Kolbrún Kjartansdóttir, leiðbeinandi.
5. Anna Kristín Rosenberg, viðskiptafræðingur og skjalaþýðandi.
6. Trausti Eysteinsson, mannræktarþjálfari.
7. Gunnar H. Hjálmarsson, iðnfræðingur.
8. Jens K. Guðmundsson, hönnuður.
9. Anna Katrín Ottesen, sjúkraþjálfari.
10. Einar Logi Einarsson, grasalæknir.
11. Linda Baldvinsdóttir, ritari og mannræktarþjálfari.
12. Egill Örn Jóhannesson, framhaldsskólakennari.
13. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi á Vinnumálastofnun.
14. Ásdís Sigurðardóttir, fulltrúi á Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra
15. Ólafur S. Ögmindsson, vélstjóri.
16. Heiða D. Liljudóttir, mannfræðingur.
17. Reynir H. Gunnarsson, kennaranemi.
18. Daníel Ívar Jensson, sölumaður.
19. Jónína María Hafsteinsdóttir, markaðsráðgjafi.
20. Eva Dögg Sveinsdóttir, kennari.
21. Hafdís Kjartansdóttir, sjúkraliði.
22. Ari Hjörvar, framkvæmdastjóri.
23. Anna Lára Karlsdóttir, viðskiptafræðinemi.
24. Bjarndís H. Hönnudóttir, nemi í félagsráðgjöf.
25. Eiður Guðjohnsen, múrarameistari..
26. Elísabet K. Magnúsdóttir, sjúkraliði.
27. Erlingur Ellertsson, málari.
28. Anna Sigríður Valgarðsdóttir, húsmóðir.
29. Kjartan Eggertsson, tónlistarkennari.
30. Bergljót Halldórsdóttir, lífeindafræðingur.