Reykjavíkurframboðið með lista

Baldvin Jónsson er oddviti Reykjavíkurframboðsins.
Baldvin Jónsson er oddviti Reykjavíkurframboðsins. Ómar Óskarsson

Reykjavíkurframboðið, er nefnir sig óháð framboð um hagsmuni Reykvíkinga hefur kynnt framboðslista, undir listabókstafnum E. Baldvin Jónsson, háskólanemi og varaþingmaður Hreyfingarinnar, leiðir listann. 

Meðal helstu stefnumála framboðsins er að fara gegn fjórflokknum, eða eins og segir í tilkynningu frá listanum: „Að höggva á valdaþræði utan frá í gegnum fjórflokkinn alla leið inn í borgarstjórnina.“

Þá ætlar framboðið að „stöðva stjórnlausa útþenslu borgarinnar og byggja hana þess í stað inn á við með því að hefja byggingu þéttrar og blandaðrar miðborgarbyggðar í Vatnsmýri 2013."

Reykjavíkurframboðið vill ennfremur að hið minnsta sjö milljarðar króna verði nýttir til að efla atvinnustig og nýsköpun og eyða kreppuáhrifum á borgarbúa, svo hvorki þurfi að hækka útsvar og þjónustugjöld né að draga úr þjónustu við borgarbúa.

Listinn er annars þannig skipaður: 

1. Baldvin Jónsson háskólanemi/varaþingmaður

2. Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur

3. Haukur Nikulásson ráðgjafi

4. Jóna Guðrún Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur

5. Margrét Baldursdóttir táknmálstúlkur

6. Hjalti Hjaltason verslunarmaður

7. Jónína Melsteð hjúkrunarfræðingur

8. Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir

9. María Pétursdóttir framhaldsskólakennari

10. Örn Sigurðsson arkitekt

11. Kolbrún Ingimarsdóttir læknafulltrúi

12. Sif Traustadóttir dýralæknir

13. Páll Arnar Hauksson verslunarmaður

14. Dóra Pálsdóttir kennari

15. Sigurður Kolbeinsson arkitekt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert