Fengju meirihluta í Reykjanesbæ

Árni Sigfússon er leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Árni Sigfússon er leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ SteinarH

Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 51,2 prósenta þeirra bæjarbúa sem afstöðu tóku í könnuninni. Það er 5,1 prósentustigi undir kjörfylgi flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 56,3 prósent atkvæða.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn sex bæjarfulltrúa af ellefu. Vinstri græn mælast  með stuðning 12,1 prósents íbúa í Reykjanesbæ, og einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin nýtur stuðnings 26,4 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þessa niðurstöðu fengi flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa.
Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3 prósenta samkvæmt könnuninni, og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa. a fjölda bæjarfulltrúa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert