Hvalfjarðarsveit vill hvalveiðar

Hvalur 9 á leið í land með langreyðarkýr.
Hvalur 9 á leið í land með langreyðarkýr. Rax / Ragnar Axelsson

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna frumvarps sem liggur fyrir Alþingi sem gerir það að verkum að forráðamenn Hvals hf sjá öll tormerki á að skipuleggja veiðar og vinnslu í sumar vegna framkomins frumvarps um hvalveiðar sem liggur fyrir Alþingi.

Skorar sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á Alþingi, í ljósi hinnar erfiðu stöðu í atvinnumálum, að afturkalla strax frumvarp varðandi leyfisveitingar til hvalveiða frá 20. apríl sl. Atvinnuástand á Vesturlandi sé grafalvarlegt og nái frumvarpið fram að ganga eru að minnsta kosti 150 störf í hættu. Áréttað er það óvissuástand sem skapast hefur við rekstur fyrirtækisins Hvals hf.

Fjöldi námsfólks hafi fengið sumarvinnu hjá Hval hf auk hinna fjölmörgu verktaka sem starfa hjá fyrirtækinu við viðhaldsþjónustu og fleira allt árið.

Ályktun sveitarstjónarinnar er svipuð að inntaki og ályktun sem VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna hefur sent frá sér. Þar er hvalveiðifrumvarpinu harðlega mótmælt og sagt að það skerði getu manna til að stunda þessa atvinnugrein og virðist sett fram í þeim tilgangi að gera greininni erfitt fyrir Ráðherra fái algert vald yfir hvalveiðum og því sé hætt við hentistefnu við stjórnun veiðanna. Enginn atvinnurekstur getur búið við það að hafa einungis starfstíma til tveggja ára í senn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert