70% Reykvíkinga finnst Hanna Birna Kristjánsdóttir standa sig vel í starfi borgarstjóra. Þetta kemur fram í könnun sem MMR vann fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Þar kemur fram að tæplega 30% töldu hana hafa staðið sig mjög illa eða illa í starfi sem borgarstjóri.
Könnun var gerð þann 4. til 10. maí. 816 borgarbúar á aldrinum 18-67 ára voru spurðir en þeir voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR, að því er segir í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.