Samfylkingin bætir við sig á Akranesi

Akranes.
Akranes. www.mats.is

Samfylkingin bætir við sig miklu fylgi á Akranesi samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu í gær. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar hins vegar mikið frá síðustu kosningum ef marka má könnunina og flokkurinn missir meirihluta sinn.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2, að fylgi Framsóknarflokksins mælist nú svipað og í kosningunum eða 11,8% og þeir halda sínum bæjarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn komst ekki á blað nú en fékk 1 bæjarfulltrúa kjörinn í síðustu kosningun. Sá fulltrúi gekk síðan til liðs við Sjálfstæðisflokk. Sjálfstæðisflokkur mælist með 25,5% fylgi og fær 2 bæjarfulltrúa, tapar 2 frá síðustu kosningum. Samfylking mælist með 40,1% fylgi og 4 fulltrúa, bætir við sig 2, og VG mælist með 22,7%, fengi samkvæmt því 2 bæjarfulltrúa og bætir við sig einum.

Könnunin var gerð í gær. Hringt var í 600 manns og var svarhlutfall 59,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert