Sjálfstæðisflokkur fengi meirihluta í Árborg

Selfoss er stærsta þéttbýlissvæðið í Árborg.
Selfoss er stærsta þéttbýlissvæðið í Árborg. www.mats.is

Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta bæjarfulltrúa í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt  skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Mælist fylgi flokksins 48,4% í sveitarfélaginu og fengi hann 5 bæjarfulltrúa af 9.

Fylgi VG mælist 19,9% og fengi flokkurinn 2 bæjarfulltrúa samkvæmt því, bættu við sig 1. Samfylkingin mælist með 19% fylgi sem skilar 1 fulltrúa en flokkurinn hefur 2 nú. Fylgi Framsóknarflokks mælist nú 12,8% og fengi hann 1 fulltrúa en hefur 2 nú.

Þessir þrír flokkar mynda nú meirihluta með fimm bæjarfulltrúa af níu í Árborg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert