Alls eru 2846 einstaklingar á 185 framboðslistum í þeim 58 sveitarfélögum þar sem kosið verður með bundinni hlutfallskosningu í sveitarstjórnarkosningum í lok maí. Í 18 sveitarfélögum komu engir framboðslistar fram og eru því allir íbúar í kjöri um sæti í þeim sveitarstjórnum. Í fjórum sveitarfélögum kom aðeins einn listi fram og því er sjálfkjörið.
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að fjöldi frambjóðenda jafngildi því að ríflega 1,2% kjörgengra einstaklinga í landinu séu í framboði.
Flestir framboðslistar eru í Reykjavíkurborg, eða átta talsins, sjö í Kópavogsbæ og sex á Akureyri.
Kosningavefur Dómsmálaráðuneytisins