Y - Listi Kópavogsbúa, sem býður fram í sveitarstjórnarkosningum í fyrsta sinn, hefur opnað vefsíðu með upplýsingum um frambjóðendur og stefnumál en þar verða engin kosningaloforð birt.
Í tilkynningu kemur fram að listinn "ætlar ekki að fara í slag við flokkana í bænum varðandi kosningaloforð, við viljum geta staðið við það sem við lofum. Við höfum frekar markmið til að stefna að, segir í tilkynningunni.
Meðal markmiða eru fagleg ráðning bæjarstjóra, persónukjör og fækkun ráða og nefnda, að því er fram kemur á vefsíðu framboðsins. Þá er stefnt að því að byggja upp íþróttastarf án áherslu á keppni. Alls bjóða sjö listar fram í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 29.maí næstkomandi.Heimasíða Y - lista Kópavogsbúa