Stjórnmálin jafn skemmtileg og Vaktirnar og Fóstbræður

Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins.
Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins. mbl.is/Rax

„Mér finnst þetta vera með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina. Mér finnst þetta jafn skemmtilegt og að vera Vaktirnar eða Fóstbræður. Umræðan í borginni er stöðnuð og við reynum að hleypa henni upp, koma fólki á óvart og klípa það aðeins," segir Jón Gnarr oddviti Besta flokksins í helgarblaði Morgunblaðsins þar sem fjallað er um framboðið og rætt við efstu menn á lista.

Í viðtalinu segir oddvitinn af og frá að um grínframboð sé að ræða þótt hann hafi starfað sem grínisti. „Ég mun reyna að gera þetta eins vel og ég get og samviskan býður mér. Ábyrgðin er mikil og ég mun reyna að axla hana eins og aðra ábyrgð sem ég hef gert gegnum tíðina."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert