Setja atvinnumál í forgang

Samfylingin hélt kosningafund í Kolaportinu í dag.
Samfylingin hélt kosningafund í Kolaportinu í dag.

Atvinnumál eru forgangsmál Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum. Flokkurinn vill hrinda markvissum aðgerðum í framkvæmd í atvinnumálum, m.a. gera átak í nýsköpun og nýtingu á tómu húsnæði og vinna að endurnýjun í eldri hverfum.

Fram kemur í tilkynningu að aldrei hafi verið atvinnulausir í Reykjavík. Það gangi ekki að raðir lengist við hjálparstofnanir og ójöfnuður aukist. Það verði að koma vinnufúsum höndum til verka.

„Það þarf nýja hugsun í Ráðhúsið. Borgin verður að vakna, taka forystu og beita öllu afli til að skapa störf og fjölga tækifærum. Kjarninn í hinni nýju hugsun er að Reykjavíkurborg þarf að beita sér og kveikja von til að koma Íslandi út úr kreppunni. 

Borgin býr yfir sterkum innviðum og miklum mannauði en hlutverk hennar þarf að endurhugsa, eins og svo margt annað, eftir hrun. Það hefur Samfylkingin gert og kynnir aðgerðir á öllum lykilsviðum með megináherslu á atvinnumál, jöfn tækifæri og öruggt umhverfi barna,“ segir í tilkynningu. 

Samfylkingin vill binda endi á aðgerðaleysið og hrinda markvissum og mikilvægum aðgerðum í framkvæmd í atvinnumálunum:
1.    Átak í nýsköpun og nýtingu á tómu húsnæði
2.    Endurnýjun í eldri hverfum og efling innviða
3.    Samstillt vaxtarátak á öllu höfuðborgarsvæðinu
4.    Tvöföldun viðhalds og auknar verklegar framkvæmdir
5.    Vaxtarátak í græna geiranum

Vefur Samfylkingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka