Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík

Jón Gnarr er oddviti Besta flokksins.
Jón Gnarr er oddviti Besta flokksins. mbl.isGolli

Besti flokk­ur­inn er orðinn stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn í Reykja­vík, ef marka má nýja könn­un á fylgi flokk­anna. Fram­boðið fengi sex menn í borg­ar­stjórn ef kosið yrði í dag. Þetta kom fram í frétt­um Stöðvar 2.

Skv. skoðana­könn­un MMR, sem gerð var fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í síðustu viku, nýt­ur Besti flokk­ur­inn stuðnings tæp­lega 36% kjós­enda í Reykja­vík. Það myndi skila flokkn­um sex borg­ar­full­trú­um.

Sjálf­stæðiflokk­ur­inn er með tæp 31% og fimm menn. Sam­fylk­ing­in tæp­lega 18% og þrjá menn. Vinstri græn­ir með rúm­lega 11% og með einn mann í borg­ar­stjórn.

Einnig könnuðu Sjálf­stæðis­menn af­stöðu fólks til þess hversu vel eða illa það teldi Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur hafa staðið sig í starfi borg­ar­stjóra. 70,5% aðspurðra telja Hönnu Birnu hafi staðið sig  frek­ar vel eða mjög vel í starfi borg­ar­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert