Framboðsfundi vegna sveitarstjórnarkosninga sem vera átti í Höllinni Vestmannaeyjum á morgun þriðjudag hefur verið frestað vegna öskufalls, að því er segir í tilkynningu frá útvarpsstöðinni Suðurland FM.
„Í ljósi aðstæðna sem Vestmannaeyingar eru í vegna öskufalls er fyrirhuguðum framboðsfundi Suðurland FM sem vera átti þriðjudaginn 18. maí í Höllinni, frestað til mánudagsins 24. maí kl. 16 í Höllinni," segir í tilkynningunni.
Fundurinn er hluti af fundaröð útvarpsstöðvarinnar í sveitarfélögum á Suðurlandi sem sendir verða út í beinni útsendingu á vef Suðurland FM.
Fundarröðin er sem hér segir. Allir fundirnir, nema í Vestmannaeyjum, hefjast kl.20:
19. maí
Rangárþing eystra Hvollinn
20. maí
Rangárþing
ytra
Safnaðarheimilið
24. maí Vestmannaeyjar
Höllinn
25. maí
Ölfus
Ráðhúskaffi
26. maí
Hveragerðisbær
Þinghúsið (Hótel Hveragerði)
27. maí
Árborg
Hvítahúsið