Framboðsfundi í Eyjum frestað vegna öskufalls

mbl.is/Sigurgeir

Framboðsfundi vegna sveitarstjórnarkosninga sem vera átti í Höllinni Vestmannaeyjum á morgun þriðjudag hefur verið frestað vegna öskufalls, að því er segir í tilkynningu frá útvarpsstöðinni Suðurland FM.

„Í ljósi aðstæðna sem Vestmannaeyingar eru í vegna öskufalls er fyrirhuguðum framboðsfundi Suðurland FM sem vera átti þriðjudaginn 18. maí í Höllinni, frestað til mánudagsins 24. maí kl. 16 í Höllinni," segir í tilkynningunni. 

Fundurinn er hluti af fundaröð útvarpsstöðvarinnar í sveitarfélögum á Suðurlandi sem sendir verða út í beinni útsendingu á vef Suðurland FM.

Fundarröðin er sem hér segir. Allir fundirnir, nema í Vestmannaeyjum, hefjast kl.20:


19. maí Rangárþing eystra Hvollinn
20. maí Rangárþing ytra Safnaðarheimilið
24. maí Vestmannaeyjar Höllinn

25. maí Ölfus Ráðhúskaffi
26. maí Hveragerðisbær Þinghúsið (Hótel Hveragerði)
27. maí Árborg Hvítahúsið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert