Draga sig til baka

Bryndís Torfadóttir.
Bryndís Torfadóttir.

Bryndís Torfadóttir, sem skipar annað sæti H-listans í Reykjavík, og Anna Kristina Rosenberg, sem skipar 10. sæti listans, segjast af persónulegum ástæðum ekki geta unnið með listanum á næstunni. Því hafi þær reynt að draga nöfn sín af listanum, en án árangurs.

Bryndís segist ekki hafa tök til að starfa með H-listanum, því hafi hún viljað láta má nafn sitt af listanum. Anna, sem er dóttir Bryndísar, hefur jafnframt ekki tök á því að starfa með listanum.

Bryndís, sem er framkvæmdastjóri hjá SAS, segir í samtali við mbl.is að  formaður kjörstjórnar hafi tjáð sér í morgun að eftir 8. maí sé ekki hægt að breyta lista. Þetta sé samkvæmt 22. grein laga. 

Hún kveðst hafa verið viðriðinn listann í mjög stuttan tíma og að hún hafi ekki áttað sig á tímasetningunni, þ.e. að 8. maí væri síðasti dagur til að láta taka nafn sitt af listanum.

„Mér fannst eðlilegast að segja frá því,“ sagði Bryndís í samtali við mbl.is.

„Þetta var ekki að ganga upp fyrir mér. Þannig af persónulegum ástæðum dreg ég mig alveg til baka,“ segir Bryndís.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert