Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn samkvæmt könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo af fjórum bæjarfulltrúum. Listi fólksins bætir aftur á móti miklu við sig - fær þrjá bæjarfulltrúa og er orðinn stærsti stjórnmálaflokkurinn á Akureyri.
Bæjarlistinn fær einn menn kjörna líkt og Framsóknarflokkurinn en Vinstri grænir halda tveimur bæjarfulltrúum, gangi spár eftir.