Samþykkt að halda opna borgarafundi

Fundað í borgarstjórn Reykjavíkur.
Fundað í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Brynjar Gauti

Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um árlega opna borgarafundi á vegum Reykjavíkurborgar þar sem kjörnir fulltrúar sitja fyrir svörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG.

Fram kemur að markmiðið með tillögunni sé að bregðast við kröfu samfélagsins um lýðræðislegri stjórnunarhætti, að hvetja borgarbúa til aukinna áhrifa og þátttöku í stjórnmálaumræðunni og að styrkja samband kjörinna fulltrúa við umbjóðendur sína.

Fundirnir séu fyrst og fremst vettvangur fyrir beint samtal milli borgarbúa og kjörinna fulltrúa, um hvers kyns mál sem kunna að koma upp. Gert sé ráð fyrir að þeir verði undirbúnir af hverfisráðum í samráði við íbúasamtök og þjónustumiðstöðvar. Tillagan er liður í því að bæta þjónustu og tryggja áhrif borgarbúa á hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert