Vinstri græn vilja íbúatengilið í Kópavog

Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir skipar 1. sæti á V-lista Vinstri …
Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir skipar 1. sæti á V-lista Vinstri grænna í Kópavogi. Ólafur Þór Gunnarsson fjallar um bæjarmálin í Kópavogi: mbl.is

Vinstri græn í Kópavogi vilja ráða íbúatengilið í bæinn í því skyni að styðja við starfsemi hverfasamtaka í bænum. Í tilkynningu frá Vinstri grænum í Kópavogi segir að flokkurinn vilji standa vörð um  grunnþjónustuna; leik- og grunnskóla og þétta velferðarnetið.

„Áherslan verður að vera á fólk og velferð þess. Atvinna og menntun eru velferðarmál. Nú er ekki tími innantómra kosningaloforða og gylliboða. Bænum þarf að stjórna af ábyrgð og festu," segir í tilkynningu VG í Kópavogi.

Þá segir að VG leggi áherslu á þátttöku fólks í lýðræðissamfélagi  „Vinstri græn vilja koma á fót og efla hverfasamtök í öllum bæjarhlutum Kópavogs og styðja við starfssemi þeirra. Eitt skref í þá átt er að ráða íbúatengilið. Boðleiðir milli bæjaryfirvalda og íbúa ekki síður en stofnanna og starfsmanna bæjarins þurfa að vera miklu greiðari en nú. Við viljum halda opna bæjarstjórnarfundi í hverfum bæjarins," segir í tilkynningunni.

VG í Kópavogi er einn sjö lista sem býður fram í bænum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert