Reykjavíkurframboðið vill nýta a.m.k. 70 milljarða króna eign borgarbúa í Vatnsmýrinni „sem nú er föst í gíslingu fjórflokksins í Reykjavík vegna hagsmuna á landsvísu," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurframboðinu sem býður fram undir listabókstafnum E í komandi borgarstjórnarkosningum. Reykjavíkurframboðið kynnti stefnumál sín fyrir fjölmiðlum í Perlunni í dag.
Framboðið telur að mikil verðmæti séu falin í Vatnsmýrinni. „Þessi eign er bjarghringur í kreppunni bara ef Reykjavíkurframboðið fær stuðning til þess að breyta skipulagi miðborgarbyggðar," segir í tilkynningu frá framboðinu.
Þar segir ennfremur að þessi eign eigi að „duga til að milda áhrif kreppunnar á Reykvíkinga bæði til að taka til baka skerðingar í velferðamálum og eins til þess að örva atvinnulíf. Þessi eign í Vatnsmýrinni getur líka hjálpað til að vernda Orkuveitu Reykjavíkur sem er illa stödd núna."
Vefsíða Reykjavíkurframboðsins